Hreyfivika á Tálknafirði 30. ágúst – 5. september 2021

Tálknafjarðarskóli. Mynd: bb.is

Í heilan mánuð eru nemendur og starfsfólk Tálknafjarðarskóla hvött til að koma gangandi eða hjólandi í skólann.

En það er ekki látið duga og nú hefur verið ákveðið að hafa hreyfiviku fyrir bæjarbúa þar sem markmiðið er að njóta útiveru og hreyfa sig.

Ýmislegt er í boði, vonandi taka sem flestir þátt og upplagt fyrir foreldra að koma með börnum sínum.

Munum að fullorðnir eru fyrirmynd og að jákvætt hugarfar er smitandi segir í tilkynningu frá skólanum.

Í boði verður:

Mánudagur 30.ágúst kl: 17. Ganga á Tungufell og týna kannski ber á leiðinni niður.

Þriðjudaginn 31.ágúst kl: 17. Hjólreiðartúr að Deildárgili sem er aðeins utar en Hraun. Skoðum okkur aðeins um þar.

Miðvikudaginn 1.sept.kl: 17. Útizumba og útileikir hjá Mayu. Hittumst hjá skólanum.

Fimmtudaginn 2.sept. kl: 17 Gönguferð í skógræktinni, útijóga og Gong slökun ef veður leyfir. Hittumst hjá Túngötu 39.

Föstudagur 3.sept. kl: 17 Sjósund. Hittumst hjá pollinum. Það má líka bara vaða…😊

Laugardagur 4.sept. kl: 13 Hjólreiðatúr að Hrauni og gengið eftir fjörunni. Tökum með nesti, hittumst við búðina og leikum okkur í fjörunni.

Sunnudagur 5.sept. kl:16 Lautarferð. Hittumst hjá Túngötu 39. Göngum saman að rjóðri í skógræktinni, fáum okkur nesti og njótum þess að vera úti í náttúrunni.

DEILA