Uppskrift vikunnar

Processed with VSCO with preset

Það er svo gott að blanda sér smá búst í hádegismat eða sem millimál. Stundum gleymist að borða á sólardögum og þá er þetta dásamlegt og frískandi.

Innihald

1 dós Örnu skyr (auðvitað) með bláberjum

1 dl frosin bláber

1 dl frosin hindber

1 msk möndlusmjör

2 tsk chia fræ

smá sletta vatn eða mjólk

Setjið skyr auk annarra innihaldsefna í blandara og blandið þar til kekkjalaust

Hellið í glas og dreifið smá möndlusmjöri og chiafræjum.

Halla Lúthersdóttir.

DEILA