Golfklúbbur Ísafjarðar, hinn fyrri, var stofnaður árið 1943 og er á meðal elstu golfklúbba landsins.
Það gekk ekki vel að finna landsvæði undir golfvöll á upphafsárum GÍ og eftir að landi var úthlutað undir flugvöll í stað golfvallar má segja að starfsemi GÍ hafi lagst af.
Árið 1978 var klúbburinn endurreistur og GÍ kom sér upp bráðabirgðavöllum á nokkrum stöðum áður en land fékkst undir núverandi völl GÍ árið 1985.
Frá þeim tíma hefur mikil uppbygging átt sér stað á Tungudalsvelli sem er í dag mjög skemmtilegur og fjölbreyttur níu holu golfvöllur.
Við Tungudalsvöll er glæsilegt klúbbhús sem var flutt á svæðið frá Hnífsdal og tekið í notkun árið 1999.
Mikið og gott útsýni er úr golfskálanum yfir Tungudalsvöll og þar er tilvalið að tylla sér niður með kaffibollann eftir golfhring á skemmtilegum velli.
Af golf.is