List í Alviðru opnun laugardag 3.júlí kl. 14

Í Alviðru í Dýrafirði eru listamenn að störfum að undirbúa sýningu á umhverfislist í landi Alviðru. Þema verkefnisins er Milli fjalls og fjöru og opnun er á laugardaginn kemur 3.júlí kl.14  og allir velkomnir

Um síðustu helgi fór fram kynning á verkefninu og listamannaspjall auk þess sem myndlistasýning þátttakenda var opnuð í fjárhúsunum og var aðsóknin mjög góð og stemmningin alveg einstök að sögn aðstandenda verkefnisins. Fjárhúsið er einnig vinnuaðstaða listamannanna og er sýningin í opin til og með 4. júlí þegar þátttakendur ljúka störfum en umhverfislistin verður uppi í sumar eða eins og veður og vindar leyfa . 

Myndir: aðsendar.

DEILA