Laun á Íslandi 670 þúsund á mánuði að meðaltali árið 2020

Regluleg laun launafólks á Íslandi árið 2020 voru að meðaltali 670 þúsund krónur á mánuði. Helmingur launafólks var með laun á bilinu 480 til 749 þúsund krónur.

Laun og dreifing þeirra er mismunandi eftir atvinnugreinum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd,

Heildarlaun launafólks í fullu starfi voru að jafnaði hæst í fjármála- og vátryggingarstarfsemi (K) og veitum (D) árið 2020, eða tæplega 1,1 milljón krónur á mánuði. Lægst voru heildarlaunin að jafnaði í rekstri gististaða og veitingarekstri (I) eða um 597 þúsund krónur á mánuði. Dreifing heildarlauna var mest í fjármálastarfsemi en minnst í rekstri gististaða og veitingarrekstri og skýrist það meðal annars af samsetningu starfa innan atvinnugreina.

Þá kemur fram að á milli ára hafi laun þeirra launalægstu hækkað meira en laun þeirra launahæstu. En árið 2019 kváðu kjarasamningar á almennum vinnumarkaði meðal annars á um krónutöluhækkanir og styttingu vinnutíma sem kom til framkvæmda á árinu 2020.