Afli og tímabilið er hálfnað á strandveiðum

Veiðisvæði Landinu er skipt í fjögur veiðisvæði. Svæði A: Eyja- og Miklaholtshreppur til Súðavíkurhrepps. Svæði B: Strandabyggð til Grýtubakkahrepps. Svæði C: Þingeyjarsveit til Djúpavogshrepps. Svæði D: Sveitarfélagið Hornafjörður til Borgarbyggðar.

Leyfi til strandveiða hafa verið gefin út til 668 báta og er landaður afli strandveiðibáta miðvikudaginn 30. júní samtals 5.806.868 kg., sem er 50.57% af þeim heimildum (11.100 tonn) sem úthlutað er til strandveiða á fiskveiðiárinu 2020/2021.

 Í áttundu viku strandveiða frá 21. júní – 25. júní lönduðu 264 skip afla umfram leyfilegan heildarafla í veiðiferð, samtals 12.419 kg. og var sá sem mestan umframafla hafði með 352 kg. Mestur umframafli var á veiðisvæði A 7.515 kg

DEILA