Vestri: Hjólasumarið er byrjað

Stíf dagskrá verður hjá hjólreiðadeild Vestra á Ísafirði í vikunni og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hjólreiðadeildin vill endilega hvetja bæjarbúa til þess að draga fram hjólin og njóta góðrar heyfingar útivið. 

Þriðjudaginn 1. Júní verður krakkasamhjól, kl 19:30 og er mæting við Grænagarð og hjólað verður frá Seljalandsdalnum og niður að Grænagarði. Atli, Óliver og Björgvin ætla út að fara út að hjóla með börnunum sínum þriðjudagskvöldum í sumar. Þeir bjóða öllum krökkum sem vilja að koma með. Börn yngri en 9 ára þurfa þó að koma í fylgd með forráðamönnum.

Miðvikudaginn 2.júní verður fullorðinssamhjól. Sigurður slökkvistjóri stýrir samhjóli um velvalda slóða í bæjarfélaginu. Hentar þeim sem vilja njóta þessa að hjóla í góðum hóp með leiðsögn. Mæting er við áhaldahús kl.18.

Fiimmtudaginn 3.júní verður XCO mót fyrir ofan varnargarðana. Mótið byrjar kl 17:30 og er mæting við Stórurð. Hentar þeim sem vilja ná upp púlsinum og reykspóla fyrir ofan bæinn. Frekari upplýsingar eru inná hri.is

Sunnudaginn 6.júní verður racer samhjól. Langt og létt.  Mæting er við kirkju kl.11

Best er að fylgjast með viðburðum hjólreiðadeildarinnar á facebook síðunni. 

DEILA