Útflutningsverðmæti þorskafurða tæpur helmingur alls sjávarafla

Útflutningsverðmæti þorskafurða nam 132 milljörðum króna á árinu 2020 og jókst um rúm 12% á milli ára í krónum talið.

Sem hlutfall af útflutningsverðmæti sjávarafurða í heild nam útflutningsverðmæti þorskafurða um 49%, sem er það hæsta frá árinu 1987.

Að hluta er ástæðan léleg aflabrögðum í öðrum veiðum eins og loðnu.

Þó má sjá að bæði útflutningsverðmæti og hlutdeild þorskafurða hefur aukist töluvert undanfarinn áratug. Ein stærsta ástæða þess er aukning á aflamarki þorsks svo og breyting á vinnsluháttum sem leitt hefur til hærra afurðaverðs.

Fiskur í sjó felur ekki í sér verðmæti í sjálfu sér, það þarf að veiða hann og vinna og gera úr honum sem mest verðmæti og síðan að selja á mörkuðum erlendis.