Á undirbúningstíma að stofnun þjóðgarðs á Vestfjörðum óskaði Umhverfisstofnun eftir nafnatillögum. Alls bárust 21 tillaga að nafni frá 28 aðilum.
Samstarfshópur verkefnisins fór yfir tillögurnar og valdi úr þeim fimm nöfn sem hópnum fannst koma best til greina. Umhverfisstofnun efnir nú til kosninga á nafni fyrir nýjan þjóðgarð á Vestfjörðum.
Skýringar við nöfnin koma frá aðilum sem sendu tillögurnar inn.
Vesturgarður – einfalt nafn, lýsandi og grípandi
Þjóðgarðurinn Gláma – nafnið myndi halda á lofti nafni jökuls sem er horfinn ásamt því að vísa til Glámuhálendis
Dynjandisþjóðgarður – vísar til fossins Dynjanda
Arnargarður – vísar til stofns hafarna í þjóðgarðinum
Vestfjarðaþjóðgarður
Bæjarins besta óskaði eftir að fá uppgefnar allar nafnatillögur sem bárust en hefur ekki fengið þær en vonast er til að listinn verði tilbúinn á morgun.