Listasafn Samúels Selárdal

Félag um listasafn Samúels heldur vinnuhelgi um Hvítasunnuhelgina 22-24. maí.

Í tilkynningu félagsins segir.

“Við ætlum að leggja parket, olíubera veggi, ganga frá lóðinni og gróðursetja og margt fleira. Þau sem vilja taka til hendinni og hafa áhuga á að koma og vinna við að koma Listasafni Samúels í sumarbúning um hvítasunnuhelgina hafið endilega samband við okkur.”

Ólafur J. Engilbertsson segir að talsverður áhugi sé að koma í Selárdal í sjálfboðastörf. Fyrir tveimur árum komu um 10 manns á vinnuhelgi.

DEILA