Lið Grunnskólans í Bolungarvík í úrslit Skólahreysti

Lið Grunnskólans í Bolungarvík er komið áfram í úrslitakeppni Skólahreysti 2021 sem fer fram þann 29. maí næstkomandi. 

Liðið keppti í 3. riðli og lenti þar í öðru sæti aðeins einu stigi á eftir Holtaskóla sem sigraði.

Í Skólahreysti er keppt í sjö undanriðlum og fer sigurliðið í hverjum riðli í tólf liða úrslit ásamt fimm liðum með bestan árangur í öðru eða lægra sæti.

Þegar riðlunum sjö lauk nú á dögunum kom í ljós að Grunnskóli Bolungarvíkur hefur unnið sér inn sæti í úrslitum Skólahreysti sökum góðs árangurs í öðru sæti.

Liðið er skipað Guðmundi Páli og Eydísi Birtu úr 10. bekk, Ingibjörgu Önnu úr 9. bekk og Gunnari Agli úr 8. bekk og varamenn eru Agnes Eva í 9. bekk og Sigurgeir Guðmundur í 8. bekk.

Þetta er besti árangri sem Grunnskóli Bolungarvíkur hefur náð í keppninni til þessa. 

DEILA