Kynningarfundur um þjóðgarð á sunnanverðum Vestfjörðum verður 19. maí

Umhverfisstofnun auglýsir nú tillögu að friðlýsingu þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum á svæðið sem nær m.a. til Dynjanda, Geirþjófsfjarðar, Vatnsfjarðar, Surtarbrandsgils og Hrafnseyrar. Meðal annars er óskað eftir nafni á væntanlegan þjóðgarð 

Opin kynningarfundur um friðlýsinguna verður haldin á Teams miðvikudaginn 19. maí kl. 17.30.

Freyja Pétursdóttir og Edda Kristín Eiríksdóttir munu flytja erindi þar sem fjallað verður um allt sem tengist friðlýsingunni, t.d. friðlýsingarferlið sjálft, vinnu samstarfshópsins, svæðið og verndargildi þess ásamt tækifærum sem geta skapast með friðlýsingum og áhrif þeirra á nærsamfélög.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 26. maí 2021.