Vestri sigraðu Þrótt í Reykjavík á laugardag og komst þar með í efsta sæti Lengjudeildarinnar.
Ekkert mark var skorað fyrr en á 72 mínútu þegar Þróttarar skoruðu af stuttu færi fram hjá Brenton í markinu.
Það var svo á 86 mínútu sem Vestra tókst að jafna leikinn þegar Franko í marki Þróttar varði skot frá leikmanni Vestra og boltinn datt fyrir Pétur Bjarnason sem skoraði. Nicolaj Madsen kom svo Vestra yfir á 90 mínútu eftir mjög flotta aukaspyrnu sem var tekin á markteigs boganum. Luke Morgan skorar svo í opið markið eftir að Franko markvörður Þróttar hafði farið fram eftir að Þróttur vann hornspyrnu á síðustu mínútu uppbótatímans.
Glæsilegur sigur og Vestri í toppsæti deildarinnar og fotbolti.net valdi Nicolaj Madsen í Vestra mann leiksins.