Af hverju er þátttaka íbúa í haf- og strandskipulagi á Vestfjörðum mikilvæg?

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólasetur Vestfjarða halda opinn kynningarfundur um málefnið þar sem íbúar á Vestfjörðum eru hvattir til að taka þátt.

Á fundinum flytur Maria Wilke doktorsnemi í skipulagsfræði erindi um Haf- og strandskipulag og mikilvægi þátttöku íbúa í skipulagsferlinu og kynningu þess.

Farið verður yfir núverandi stöðu skipulagsmála á Vestfjörðum og boðið uppá spurningar og svör.

Fundurinn er opinn öllum og fer erindi Mariu fram á ensku. Mikilvægt er að skrá sig hér: https://eu01web.zoom.us/…/u5Eld…

DEILA