Snjóflóðasafnið á Flateyri

Mynd: RAX.

Snjóflóðasafnið á Flateyri stefnir á formlega opnun sumarið 2022. Safnið sjálft er í vinnslu þessa stundina og verið að hanna sýninguna sem mun fjalla um snjóflóðin á Flateyri og snjóflóð almennt á Íslandi.

Safnið tók þó óformlega til starfa síðasta sumar „þegar við byrjuðum var að bjóða upp á snjóflóðagöngur um Flateyri sem hafa verið gríðalega vinsælar, enda er gangan einstök upplifun þar sem fólk fær að komast í kynni við snjóflóðin og björgunaraðgerðir á Flateyri frá fyrstu hendi með leiðsögn björgunarsveitarmanns“ segir Eyþór Jóvinsson.

Eyþór segir einnig að mikill áhugi sé fyrir allri vitneskju og lýsingum um snjóflóð á meðal ferðamanna hvort sem innlendra eða útlendra á Flateyri enda er saga þorpsins samofin við þessar miklu náttúruhamfarir.

Hægt er að nálgast allar frekari upplýsingar hér um þetta áhugaverða verkefni.

DEILA