Ganga Píeta samtakanna, Úr myrkrinu í ljósið hefur verið haldin í tvígang á Ísafirði með góðri þáttöku. Í ár verður gangan með öðrum hætti vegna samkomutakmarkana.
Fram kemur á vefsíðu Píeta samtakanna:
„Gangan „Úr myrkrinu í ljósið“ verður með óhefðbundnu sniði þetta árið. Við hvetjum fólk til að sameinast við sólarupprás og minna okkur á að það birtir alltaf til. Hugsum til allra sem eiga um sárt að binda. Gangan er nú þinn viðburður til styrktar Píeta samtökunum , sem bjóða upp á gjaldfrjálsa þjónustu fyrir fólk í sjálfsvígshugleiðingum, við sjálfsskaða og veita aðstoð og stuðning fyrir aðstandendur og þá sem misst hafa ástvini í sjálfsvígi.“
Í ár verður ekki hefðbundin ganga vegna Covid-19 og er fólk beðið um að taka þátt með öðruvísi nálgun.
Allar upplýsingar er að finna á www.pieta.is eða skrá sig á viðburðinn á www.tix.is