Merkir Íslendingar – Guðfinna Hinriksdóttir

Guðfinna Petrína Hinriksdóttir var fædd á Flateyri við Önundarfjörð þann 20. febrúar 1920.

Foreldrar hennar voru Guðrún Eiríksdóttir, f. 26.9. 1896 að Stað í Súgandafirði, d. 26.6. 1987, og Guðmundur Hinrik Guðmundsson, f. 12.7. 1895 á Görðum í Flateyrarhreppi, d. 9.2. 1960.

Guðfinna átti einn bróður og tvo fóstbræður.

Albróðir – 1) Guðmundur Júlíus, f. 16.3. 1921, d. 3.4. 1921, og fóstbræður hennar; – 1) Haraldur Jónsson, f. 30.9. 1924, d. 20.10. 1988, kona hans var Gróa Guðmunda Björnsdóttir f. 27.12. 1926, d. 10.11. 2020 – 2) Benjamín Gunnar Oddsson, f. 23.6. 1936, d. 26.10. 1995, eftirlifandi kona hans er Guðrún Kristjánsdóttir, f. 8.5. 1940.

Guðfinna kvæntist 21.2. 1942 Greip Þorbergi Guðbjartssyni, f. 15.4. 1914, á Flateyri við Önundarfjörð, d. 6.10. 1996. Foreldrar hans voru Anna Jóhannsdóttir, f. 1.8. 1883 í Brekkubúð á Álftanesi, d. 2.1. 1947, og Guðbjartur Helgason, f. 20.5. 1850 á Kirkjubóli í Korpudal í Önundarfirði, d. 7.10. 1923.

Guðfinna og Greipur eignuðust fjögur börn.

Þau eru:
1) Guðrún, f. 8.10. 1944, var gift Júlíusi G. Rafnssyni, þau eiga þrjú börn. Þau slitu samvistir. Sambýlismaður Guðrúnar er Sigurður Lárusson.

2) Hinrik, f. 24.8. 1947, maki Ásta Edda Jónsdóttir, þau eiga fimm börn.

3) Eiríkur Finnur, f. 20.10. 1953, maki Guðlaug Auðunsdóttir, eiga þau þrjá syni.

4) Guðbjartur Kristján, f. 2.3. 1957, maki Svanhildur Bára Jónsdóttir og eiga þau þrjá syni.

Guðfinna bjó lengstan hluta ævi sinnar á Flateyri, þar sem hún var mjög virk í fjölbreyttu félagsstarfi, s.s. skátafélaginu á Flateyri, góðtemplarastúkunni Hörpu á Flateyri, og í Kvenfélaginu Brynju þar sem hún var lengi í stjórn og formaður um tíma. Hún rak hannyrðaverslun um árabil í kjallara íbúðarhúss síns, þá nam hún hússtjórnarfræði við Húsmæðraskólann á Blönduósi 1940 – 1941, einnig nam hún við skóla Árnýjar Filippusdóttur í Hveragerði.

Guðfinna og Greipur fluttu frá Flateyri í ágúst 1990 að Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði, þar sem þau bjuggu í nokkur ár, eða þar til þau fluttu á Elli- og dvalarheimilið Grund í Reykjavík.

Guðfinna Petrína Hinriksdóttir lést þann 8. apríl 2009.


Skráð af Menningar-Bakki.

DEILA