Mælaborð fiskeldis formlega opnað á morgun

Sjávarútvegsráðherra mun formlega opna mælborð fiskeldir á morgun, fimmtudaginn 15. apríl kl. 10.

Í mælaborðinu eru birtar framleiðslutölur og rekstrarleyfi eldisfyrirtækja, ásamt staðsetningu eldissvæða og niðurstöðum eftirlits stofnunarinnar.

Markmið birtingar er að auka gagnsæi fiskeldis og veita almenningi og hagsmunaaðilum hagnýtar upplýsingar um starfsemina.

Mælaborðið er unnið af Matvælastofnun í samstarfi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér: