Ísafjarðarbær: ekki meira í styrk vegna leiguíbúða

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tók fyrir í morgun erindi frá framkvæmdastjóra HSV og bréf aðalstjórar Vestra þar sem óskað var eftir því að bærinn lækkaði leiguverð fyrir íbúðir á þessu ári sem nemur húsnæðisskuld Vestra 4,4 m.kr. En skuldin er tilkomin vegna áhrifa af covid 19 á fjárhag félagsins.

Í umsögn Íþrótta- og tómstundanefndar bæjarins segir að nefndin hafi skilning á erfiðri fjárhagsstöðu íþróttafélaga á tímum Covid-19. „Hins vegar leggur hún mikla áherslu á að jafnræðis sé gætt innan íþróttahreyfingarinnar þegar kemur að fjárútlátum og styrkjum frá Ísafjarðarbæ.“

Bókað var að bæjarráð taki undir bókun íþrótta- og tómstundanefndar. „Ísafjarðarbær leggur nú þegar til fimm íbúðir til HSV samkvæmt samningi og sér bæjarráð ekki að svigrúm sé til að veita styrk vegna leiguíbúða umfram gildandi samning.“

DEILA