Lærðu að rata

Fossavatn. Mynd: Sigurður Arnórsson.

Ferðafélag Ísafjarðar í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða er með námskeið þar sem farið er í notkun snjallsíma í staða GPS tækis með því að nota öpp eins og Gaia GPS og FatMap.

Einnig er farið í skipulag ferða hvort heldur sem er með því að gera leið frá grunni eða hlaða niður ferlum af þekktum leiðum sem hægt er að finna víða á netinu. Síðast en ekki síst er áttaviti kynntur til leiks og fjallaðu um hvernig lágmarks kunnátta á áttavita virkar vel með ofangreindum forritum og gerir hvaða notanda sem er að rötunarsnillingi.

Þeir sem kjósa að nota hefðbundin GPS tæki geta auðveldlega yfirfært námskeiðið á sín tæki en þátttakendur ættu að hlaða niður forritinu Gaia GPS til að geta fylgt námskeiðinu.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Ívar F. Finnbogason. Hann hefur unnið við útivist á íslandi og erlendis í yfir 20 ár sem leiðsögumaður og kennari á fjölda námskeið.

Nánar á vefsíðu Fræðslumiðstöðvar Vestfjarðar

DEILA