Aukaferð með Baldri á morgun

Búið er að setja á aukaferð með ferjunni Baldri á morgun, fimmtudaginn, 11. mars.

Brottför verður kl. 9:00 frá Stykkishólmi í fyrramálið og kl. 12:00 frá Brjánslæk. „Við bendum á að ekki verður stoppað í Flatey í þessari aukaferð,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.