Sú breyting hefur nú átt sér stað að fyrirkomulag íþróttakennslu barna og ungmenna fellur nú undir almenna reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.
Ný reglugerð heilbrigðisráðherra veitir umtalsvert svigrúm til íþróttaiðkunar og gilda sömu reglur um íþróttastarf innan skóla og utan frá og með deginum í dag.
Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna, innan- og utandyra, með og án snertingar, eru heimilar.
Hámarksfjöldi þátttakenda hjá börnum fæddum 2005 og síðar er 150, en 50 hjá þeim sem eldri eru.
Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar sem gildir til og með 17. mars 2021.