Vegna framkvæmda verður Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar lokað frá og með mánudeginum 1. febrúar.
Stefnt er að því að framkvæmdum verði lokið 1. júní n.k. og að Íþróttamiðstöðin verði þá opnuð aftur.
Á lokunin við um sundlaug sem og aðra starfsemi í húsinu.
Skipta þarf um vatnslagnir í húsinu bæði fyrir heitt og kalt vatn.
Þar sem heitavatnslagnir liggja í gólfi þarf að taka þær upp og endurnýja ásamt því að mála.
Þessu fylgir jafnframt að nýtt gólf kemur á íþróttasalinn. Þetta er töluverð framkvæmd og tímafrek og þess vegna þarf að loka húsinu í þetta langan tíma.
Í tilkynningu frá Tálknafjarðarhreppi er beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.