Aðlögunarsamningar í sauðfjárrækt

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um aðlögunarsamninga í sauðfjárrækt.

Framleiðendur sem hyggjast hætta í sauðfjárbúskap eða fækka vetrarfóðruðum kindum um a.m.k. 100 geta sótt um aðlögunarsamning.

Framleiðendur geta óskað eftir að gera slíka samninga til 2022.

Aðlögunarsamningar sem gerðir eru árið 2019 gilda í fjögur ár en samningar gerðir síðar gilda í þrjú ár.

Með gerð aðlögunarsamnings skuldbindur framleiðandi sig til að fækka vetrar­fóðruðum kindum og í staðinn að byggja upp nýjar búgreinar, búskaparhætti eða hasla sér völl á öðrum sviðum m.a. til þess að stuðla að nýsköpun og náttúruvernd.

Framleiðandi fær stuðningsgreiðslur á samningstímanum í samræmi við ákvæði reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt á gildistíma samningsins þrátt fyrir að hann stundi ekki sauðfjárrækt, þó að hámarki í fjögur ár.

Greiðslur vegna býlisstuðnings og ullarnýtingar eru þó undanskildar.
Gæðastýr­ingargreiðslur skulu miðast við framleiðslu sl. tveggja ára enda skal framleiðandi standast skilyrði gæðastýringar á samningstímanum, sé hann ekki að hætta sauðfjárrækt.
Aðrar stuðn­ings­greiðslur sem framleiðandi hafði við gildistöku aðlögunarsamnings taka almennum breytingum sem kunna að verða á úthlutun þeirra árlega.

Umsóknarfrestur er 15. febrúar n.k.