Skaginn3X styrkir félög í Héraðssambandi Vestfirðinga

Stjórn HSV hefur metið umsóknir um styrk frá Skaganum3X til að efla faglegt starf og gæði við þjálfun ungra iðkenda.

Styrkur Skagans 3X fyrir árið 2020 er kr. 1.500.000 en fyrirtækið gaf jafnháan styrk til aðildarfélaga HSV á síðasta ári. Alls fengu 7 aðildarfélgö styrk að þessu sinni, styrkupphæðir voru frá 100.000 til 250.000.

Megin markmið styrks Skagans3X er að efla faglegt starf og gæði við þjálfun ungra iðkenda er keppa undir merkjum aðildarfélaga HSV.

Horft er til allra aðildarfélaga HSV og bæði stúlkna og drengja.
Stuðningurinn er fyrst og fremst ætlaður sem viðbót við núverandi barna- og unglingastarf og ekki ætlaður til frekari fjárfestinga innan íþróttahreyfingarinnar.

Þau félög og verkefni sem hlutu styrk eru:

Golfklúbbur Ísafjarðar – Golfæfingar fyrir börn og unglinga með með námskeiðslotum PGA kennara.

Hjólreiðadeild Vestra – Hjólanámskeið fyrir börn í 4.- 10. bekk

Körfuknattleiksdeild Vestra – Æfingabúnaður fyrir yngri flokka

Skíðafélag Ísafjarðar – Sumarskíðaskóli fyrir börn fædd 2005-2009

Blakdeild Vestra – Sumar-/haustnámskeið

Knattspyrnudeild Vestra – Hlaupanámskeið Silju Úlfars

Hestamannafélagið Stormur – Námskeið fyrir börn og ungmenni.

Skaginn 3x hefur að sama skapi veit styrk til HSV fyrir árið 2021 og verður úthlutað úr þeim sjóð seinna á þessu ári.

HSV þakkar Skaganum 3x fyrir frábæran stuðning við íþróttalíf bæjarfélagsins.

DEILA