Dagur reykskynjarans var 1. desember og þá er gott að muna eftir að yfirfara reykskynjarana og skipta um batterí.
Einnig er gott að athuga hvort slökkvitækin hafi ekki örugglega verið yfirfarin á árinu.
Slökkvilið Ísafjarðarbæjar er með til sölu reykskynjara, slökkvitæki eða eldvarnarteppi á slökkvistöðinni á Ísafirði og þar er opið alla virka daga frá 08:00 – 16:00.
Á morgun laugardag kl. 14:00 verður Félag slökkviliðsmanna í Bolungarvík með hleðslustöð fyrir handslökkvitæki á slökkvistöðinni og munu slökkviliðsmenn aðstoða þá sem þess óska við allt er við kemur eldvörnum heimila.