Merkir Íslendingar- Ragnheiður Guðmundsdóttir

Ragnheiður Guðmundsdóttir, Heiða, fæddist í Innri-Hjarðardal í Önundarfirði hinn 8. desember 1925. Hún lést 28. febrúar 2014.

Hún var dóttir hjónanna Sigríðar Hagalínsdóttur og Guðmundar Gilssonar og var áttunda í röð tíu barna þeirra.

Systkinin frá Innri-Hjarðardal eru: Gils, f. 1914, Ingibjörg, f. 1916, Helga Guðrún, f. 1918, Þórunn, f. 1920, Hagalín, f. 1921, Kristján, f. 1923, Magnús, f. 1924, Ragnheiður, f.1925, Páll, f. 1927, og Bjarni Oddur, f. 1930.

Ragnheiður ólst upp í foreldrahúsum í Hjarðardal ásamt systkinum sínum og tók þátt í þeim störfum sem þar voru unnin sín bernsku- og æskuár. Veturinn 1944-1945 stundaði hún nám í Héraðsskólanum á Laugarvatni og á Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði veturinn 1947-1948.

Ragnheiður giftist Einari Guðna Tómassyni frá Auðsholti, þá í Biskupstungum, hinn 8. desember 1950. Þau byggðu sér hús í Auðsholti og bjuggu þar fyrst félagsbúi með Tómasi bróður Einars og konu hans Helgu Þórðardóttur og síðan með syni sínum og tengdadóttur, Guðmundi Gils og Jarþrúði Jónsdóttur. Heiða gekk til allra starfa í sveitinni bæði úti og inni. Um áratuga skeið tóku Heiða og Einar börn í sumardvöl og skiptir fjöldi þeirra tugum.

Heiða og Einar eignuðust fimm börn en misstu einn son á öðru ári. Börn þeirra eru: 1) Sigríður Ása, f. 1951, sambýlismaður Gunnar Gunnarsson. Börn hennar eru: a) Einar Jón Kjartansson, maki Valdileia Martins de Oliveira, hans börn eru Atli Jakob og Anna Luiza, b) Soffía Guðrún Kjartansdóttir, maki Sigurgeir Guðmundsson, börn þeirra eru Konráð Elí, Marteinn Hugi og Ástríður Erna, c) Davíð Ernir Harðarson, d) Snorri Harðarson. 2) Guðmundur Gils, f. 1954, maki Jarþrúður Jónsdóttir. Börn þeirra eru: a) Guðrún Ragnheiður, maki Víglundur Sverrisson, börn: Jana Eir, Emil Tumi og Fura Lív, b) Guðni Reynir, c) Auður Ösp. 3) Unnsteinn, f. 1958, hans dóttir er Kristín. 4)Vilhjálmur Borgar fæddur 1960 látinn 1961.5)Vilborg fædd 1962, maki Magnús Karlsson. Börn þeirra eru Einar og Sigríður.

Ragnheiður Guðmundsdóttir lést 28. febrúar 2014.

Skráð af Menningar Bakki.

DEILA