Katrínar nú sígur sól

Í vikunni kom ný könnun frá MMR um fylgi stjórnmálaflokkanna. Þar hefur nokkuð sigið á ógæfuhliðina hjá Vinstri grænum og mældist fylgi þeirra aðeins 7,5% á landsvísu og hefur ekki verið lægra síðan formaður VG Katrín Jakobsdóttir varð forsætisráðherra.

Indriði á Skjaldfönn heyrði fréttirnar á Ríkisútvarpinu kl 15 og brást þegar í stað við með því að draga saman fréttirnar í fáein orð og gaf sína greiningu:

 

 

 

Katrínar nú sígur sól.
Sýnist fátt til varna.
Eins og álfur út úr hól,
útpískuð af Bjarna.
DEILA