Ólöglegir starfsmenn á Vestfjörðum

Nú í haust hefur lögreglan á Vestfjörðum rannsakað og upplýst tvö aðskilin mál sem bæði varða ólöglega atvinnuþátttöku nokkurra erlendra einstaklinga.

Um var að ræða 4 sakborninga í öðru málinu en 5 í hinu.

Í öðru málinu var um að ræða verkamannavinnu í fiskvinnslu en í hinu iðnaðarvinnu, í báðum tilvikum á norðanverðum Vestfjörðum.

Þessir einstaklingar eru allir ríkisborgarar utan Evrópska efnahagssvæðisins og mega því ekki starfa á Íslandi án þess að hafa tilskilin atvinnuleyfi.

Það hvílir skylda á þeim aðilum/fyrirtækjum sem ráða einstaklinga til vinnu að ganga úr skugga um að atvinnuleyfi sé til staðar.

Einstaklingar sem ekki hafa atvinnuleyfi mega að sama skapi ekki bjóða fram starfskrafta sína.