Merkir Íslendingar – Kristinn Snæland

Kristinn Snæland fæddist í Reykjavík 24. október 1935.

Foreldrar hans voru Þórhildur Hafliðadóttir, f. 20.9. 1912, d. 1.11. 1993, og Baldur Snæland, f. 25.2. 1910, d. 11.1. 1996.

 

Systkini Kristins eru:
Hafsteinn, f. 1934, Njörður, f. 1944, Jón Andrés, f. 1946, og Pétur, f. 1950.

 

Þann 3. febrúar 1956 kvæntist hann Jónu A.G. Jónsdóttur Snæland, f. 3.2. 1936.

Börn þeirra eru:
1) Jón Garðar,  2) Soffía, f. 3.8. 1963  3) Sólveig, f. 24.7. 1970.

 

Kristinn ólst upp í Vesturbænum til 12 ára aldurs en síðan í Blesugróf. Hann lauk barna- og fullnaðarprófi frá Laugarnesskóla. Hann var víða í sveit fram til 15 ára aldurs.

 

Kristinn stundaði nám í rafvirkjun í Iðnskóla Reykjavíkur, lauk sveinsprófi 1957 og öðlaðist síðan meistararéttindi 1961. Hann vann við rafvirkjun meðal annars á Selfossi, Borgarnesi og Reykjavík til 1969. Þá flutti hann ásamt fjölskyldu sinni til Malmö í Svíþjóð þar sem hann starfaði hjá skipasmíðastöðinni Kockums sem rafvirki, ásamt því að túlka og aðstoða íslenska starfsmenn, hann varð síðar verkstjóri og umsjónamaður allra vinnurafmagnslagna.

 

Fjölskyldan flutti heim 1971 og starfaði Kristinn sem erindreki Framsóknarflokksins til 1974.

 

Kristinn var síðan sveitarstjóri á Flateyri 1974-77 og verslunarstjóri Kaupfélags Önfirðinga 1977-78 og hann var fréttaritari Tímanns á Flateyri og í Önundarfirði.

 

Hann starfaði um skeið hjá Tímanum, stundaði akstur, ritstörf og sjómennsku.

 

Kristinn ók áætlunarbíl fyrir Ólaf Ketilsson og sinnti síðar vörubílaakstri fyrir Ístak. Hann var mikill bílaáhugamaður og skrifaði bókina Bílar á Íslandi í máli og myndum 1904-1922 en hún kom út 1983. Hann ók síðan leigubíl þar til hann lét af störfum árið 2011. Hann vann síðustu ár við að sendast fyrir vini sína hjá Prentlausnum.

 

Kristinn sat m.a. í stjórn Rafnemafélags Reykjavíkur, var stofnandi ÍMON, Íslendingafélags í Malmö, sat í stjórn Framsóknarfélags Önfirðinga og var formaður Fornbílaklúbbs Íslands 1990-1993.

 

Kristinn skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit, sat í ritnefnd Sjómannsins, sá um útgáfu á blöðunum Taxa, Fellsmúlapóstinum og Landanum, blaði Íslendinga í Malmö.

 

Kristinn lést á Landakoti í Reykjavík 21. janúar 2017.

 

Skráð af Meningar-Bakki.

DEILA