Jöfnun atkvæða-Jöfnun þjónustu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fjallar reglulega um jöfnun atkvæða.

Þú mátt fá minn hluta í ójöfnuði atkvæða ef ég fæ jöfnuð til opinberra útgjalda.
Nú fær landsbyggð mjög skerta opinbera þjónustu á mörgum sviðum. Fyrir þig og þeirra sem sækjast eftir jöfnun atkvæða væri ráð að beita sér fyrir jafnari þjónustu ríkisins.

Langar að segja þér raunverulegt dæmi.
Fór til heimislæknis á Heilsugæslunni Ísafirði 8. októnber meðal annars vegna verkja í hné. Fékk tíma í segulóm skoðun í Reykjavík 10.10 kl 10.  Til að ná tímann þá var ekið 440 km til Reykjavíkur á föstudegi  og til baka 440 km til baka á laugardegi. 880 km, einn tapaður vinnudagur og laugardagur. Ríkið endurgreiðir greiðir 20.000 kr  fyrir þessa 880 km og tvo daga.

Næsti áfangi er mánudagur 30.  nóvember þá á ég að hitta bæklunar lækninn sem ætlar að gera aðgerðina, spurning hvort maður notar bílinn 880 km einn sunnudagur og einn vinnudagur eða hvort maður notar loftbrú en á þessum árstíma er tvísýnt með flug. Ríkið styrkir 20.000 vegna þessara ferðar.

Þar sem bæklunar læknirinn vill hitta mig áður en hann sker þá verður  þriðja ferðin einhver tíma eftir 30 nóvember það er að segja ef bæklunarlækninum lýst þokka lega á mig.
Þá verður þriðja ferðinn 880 km alla vega tveir dagar. Þá bregður svo við að ríkið greiðir ekkert fyrir þriðju ferðina þar sem reglur segja styrka bara tvær ferðir.

Þegar þessari litlu sjúkra sögu lýkur vonandi, þá verð ég búinn að ferðast 2.640 km vera upptekinn  vegna þessa í 6 daga dveljast af heiman alla vega 3 nætur.

En ójafni atkvæða aðilinn í Kraganum, hefði farið 1. Klukku tíma í segulóm skoðun, 1 klukku tíma í heimsókn til sérfræðings og ca 1 dag í aðgerð á hné.

Síðan kallar þú jafnaðar manneskjan eftir að atkvæði okkar verði jöfnuð en talar ekki um þjónustu ríkisins skrítið þetta jafnræði.

Kveðja atkvæða mikli maðurinn

Jóhann Ólafson, Ísafirði