Á fimmtudag var tekin í notkun á Sjúkrahúsinu á Ísafirði ný svæfingarvél.
Vélin er síðasta tækið sem afhent er af þeim tækjum sem safnað var fyrir á vegum „Stöndum saman Vestfirðir”.
Sú söfnun fór af stað þegar myrkrið var sem svartast í Covid faraldrinum í vetur. Stuðningurinn og hlýhugurinn sem fram kom í söfnuninni, snart starfsmenn alla sem einn og hvatti til dáða.
Árangur af söfnuninni fór fram úr björtustu vonum aðstandenda hennar og voru keypt tæki fyrir um 20 milljónir.
Þau tæki sem keypt voru fyrir söfnunarféð eru eftirfarandi:
Fjórar súrefnissíur
Tvær BiPap ytri öndunarvélar
Ein hágæða svæfingavél
Eitt greiningartæki fyrir blóðrannsóknir
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða þakkar fyrir þessa höfðinglegu gjöf.
Það er styrkur stofnunarinnar að finna þennan stuðning úr samfélaginu hér á svæðinu.