Styrktarhlaup Riddara Rósu

Þann 17.september síðastliðinn lenti Pétur Oddsson í alvarlegu vinnuslysi í Önundarfirði. Silla hefur verið hjá honum í Reykjavík síðan slysið varð en vegna Covid-19 er hún sú eina sem má heimsækja hann. Pétur Tryggi er nýfluttur til Slóvakiu til að hefja nám í læknisfræði og Kristný er nýbökuð mamma.

Pétri hefur verið haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild LSH síðan slysið varð og er fyrirséð að þetta verður langt og krefjandi verkefni sem fjölskyldan tekst á við.

Riddarar Rósu ætla að efna til styrktarhlaups fyrir fjölskylduna og vonum við að bæjarbúar mæti og styðji við bakið á þeim á þessum erfiðu tímum.

Vegna aðstæðna ætlum við að hafa þetta öðruvísi en undanfarin ár.
Hlaupið verður þriðjudaginn 6. október og er hægt að mæta frá 17 til 18 og hlaupa/ganga 3 km hring frá Stjórnsýsluhúsinu.
Við biðjum fólk að passa allar smitvarnir og halda góðri fjarlægð. Tilvalið fyrir fjölskyldur og vini að ganga /skokka saman.
Verð á mann er 2000 kr en auk þess eru frjáls framlög vel þegin.
Það verður engin skráning á staðnum, en hægt er að leggja inn á reikning Riddara Rósu: kt. 500605-1700 Rkn. 0556-14-602621 eða koma með pening.

Þeir sem eiga ekki heimangengt eru hvattir til að hlaupa/ganga hvar sem þeir eru staddir, hugsa vel til Péturs og styrkja gott málefni.