Arnarlax undirbýr hlutafjáraukningu

Frá því er greint á vefnum salmonbusiness.com í gær að sé að undirbúa sölu á nýju hlutafé. Félagið hefur  sótt um skráningu á Mercur markaðnum í Kauphöllinni í Osló og ráðið DNB fjárfestingarbankann í Noregi til þess að annast skráninguna og útboðið á hlutafénu sem áformað er að verði á þessu ári.

Í framhaldinu er stefnt að því að skrá Arnarlax á hlutabréfamarkað Kauphallarinnar. Stærsti eigandi í Arnarlax er SalMar sem er skráð í Kauphöllinni. Skráningu fylgja kröfur um fjárhagslegar upplýsingar um félagið og reglur um sölu hlutafjár.

Fram kemur í fréttinni að SalMar muni kaupa í hlutafjáraukningunni og halda óbreyttum eignarhluta í Arnarlax.

Arnarlax hefur framleiðsluleyfi fyrir 25.200 tonn laxeldi og hefur sótt um 14.500 tonn til viðbótar, þar af eru 10.000 tonn í Ísafjarðardjúpi.

Á þessu ári er framleiðslan áætlun verða 12.000 tonn, 14.000 tonn á næsta ári og fari svo vaxandi upp í 30.000 tonn árið 2024.

Arnarlax aims for IPO and Oslo listing