Tónleikar í Steinshúsi á sunnudaginn

Vökuvísur í Kaldalóni.

Tónlistarfólkið Framfari (Andri Freyr) og Kira Kira (Kristín Björk) leika frumsamdar vögguvísur af nýrri plötu sem þau eru með í smíðum í bland við aðra ljúflingsmola á tónleikunum í Steinshúsi á sunnudaginn 19. júlí kl. 15. Bæði eiga þau rætur að rekja í Unaðsdal.

Boðið verður uppá kaffi og kruðerí á tónleikunum í Steinshúsi. Aðgangur kr. 2000 fyrir tónleika, kaffi og meðlæti. Frítt fyrir börn innan 12 ára. Allir velkomnir! Þetta er eini viðburður sumarsins í Steinshúsi.

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða styrkir viðburðinn.

DEILA