myndlistarsýningin Fokhelt á Ísafirði um verslunarmannahelgina

Neðri Tunga á Ísafirði er gamall og reisulegur bóndabær sem staðið hefur yfirgefinn á þriðja áratug. Stór plön eru um að gera bæinn upp. Ýmsir möguleikar eru í augsýn en hér er staðið á byrjunarreit í skemmtilegu verkefni. Íbúðarhúsið er nú fokhelt og er því eins og auð blaðsíða. Það er því tilvalið að bjóða listamönnum að fylla húsið tímabundnu lífi og á sama tíma opna það fyrir bæjarbúum, forvitnum og- eða listunnendum.

Hverjum listamanni eða listhópi er boðið eitt af 10 auðum rýmum hússins til að leika þar lausum hala áður en því verður breytt í íbúðarhús með öllu tilheyrandi. Þátttakendur sýningarinnar er fjölbreyttur hópur listamanna; Ágústa Gunnarsdóttir – Bára Bjarnadóttir og Tomas Ermin – Elsa María Guðlaugs Drífudóttir – Elísabet Anna Kristjánsdóttir – Gunnar Jónsson – Heiðrún Viktorsdóttir – Katla Rúnarsdóttir – Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, Annska Arndal og Aldís Pálsdóttir – Sigrún Gyða Sveinsdóttir – Sindri Leifsson.

Á opnuninni munu Einar Viðar Guðmundsson Thoroddsen, nemi í grafískri hönnun og Margeir Haraldsson selja sérhannaða taupoka og sitthvað fleira (prentverk og myndir), þeir eru að safna fyrir bókarútgáfu um listamenn og grafíska hönnun í Ísafjarðbæ og nágrenni. Einar og Margeir vinna saman í skapandi sumarstörfum hjá Ísafjarðarbæ.

 

FOKHELT

OPNUN 30.07.2020 kl. 17:00
Annar opnunartími: 31.07- 04.08. 2020 kl. 16-18

DEILA