Matur og matarupplifun og Gordon Ramsay.

Breski kokkurinn heimsfrægi Gordon Ramsay hefur undanfarna daga dvalið á Vestfjörðum við tökur á matreiðsluþætti.
Ísfirðingar hafa séð kokkinn víðfræga á ferli um götur bæjarins og sömuleiðis fjölmennt tökulið sem fylgir þessum þekkta matreiðslumanni.

Ramsey mun einnig hafa kynnt sér veitingahús bæjarins, meðal annars skolaði hann niður kökusneið með kaffi á ísfirska kaffihúsinu Heimabyggð. Þá sást einnig til hans veitingastaðnum Húsinu á Ísafirði.

Það fer því vel á því núna að Vestfjarðastofa vinnur að matarverkefni og byggir verkefnið m.a. á vaxandi áhuga fólks á því að vita um uppruna matvæla og að kynnast staðbundum mat og matarvenjum.

Búið er að setja saman könnun sem gott væri að sem flestir gæfu sér tíma til að svara.

Könnunin er á þremur tungumálum, íslensku, ensku, pólsku og tekur um það bil 5 mínútur að svara.
Frekari upplýsingar gefur Þórkatla Ólafsdóttir. Netfsngið er  thorkatla@vestfirdir.is

https://www.surveymonkey.com/r/C5QLGFW

 

DEILA