Bolungarvík: Aðeins eitt tilboð í að steypa þekju á Brjótinn

Brjóturinn í Bolungavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Aðeins eitt tilboð barst í að steypa þekju á Brjótinn í Bolungarvík.

Tilboð Geirnaglans á Ísafirði upp á rúmar 57 milljónir var um 88% af áætluðum verkkostnaði.

Í verkinu felst að Grófjafna yfirborð og þjappa og fínjafna undir steypta þekju.
Slá upp mótum, járnabinda og steypa þekju, alls um 1.976 m2.
Leggja ídráttarrö fyrir rafmagn, alls um 618 m.

Áætlað er að verkinu verði lokið eigi síðar en 15. október 2020.

DEILA