Sjúkrakassasala Landsbjargar í næstu viku

Landsbjörg verður á ferðinni í næstu viku um Vestfirði til þess að selja nýja sjúkrakassa og þjónusta þá sjúkrakassa sem fyrir eru. Á mánudaginn verður bíll Landsbjargar á Patreksfirði og síðan færist hann norður Vestfirði fram á föstudag.

Það verða þeir Róbert Halldórsson Hnífsdal ( s: 788 5313) og Erlendur Haraldsson ( s: 617 9870) sem verða á ferðinni á bílnum og annast söluna.  Fyrirkomulagið er þannig að viðskiptavinir hafa samband annað hvort með því að hringja í símanúmer þeirra eða senda tölvupóst á sjukrakassi@landsbjorg.is og komið verður til viðskiptavinanna með sjúkrakassana.

Auk þess að annast söluna á sjúkrakössunum munu Róbert og Erlendur hitta björgunarsveitarmenn á hverjum stað.

DEILA