Þriðjudaginn 30. júní er stefnt á að malbika í hringtorg á gatnamótum Skutulsfjarðarbrautar og Pollgötu á Ísafirði.
Hringtorgið lokast alveg fyrir umferð meðan á framkvæmd stendur.
Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp samkvæmt meðfylgjandi lokunarplani.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 9:00 til kl. 18:00.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.
Vinnusvæðin geta verið þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.