Áhafnir þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarskipa Slysavarnafélagsins Landsbjargar halda reglulegar sameiginlegar æfingar.
Á miðvikudag í síðustu viku fór slík æfing fram þegar áhöfnin á björgunarskipinu Gísla Jóns frá Ísafirði og áhöfnin á TF-GRO æfðu í einstöku veðri á Vestfjörðum á miðvikudag.
Hífingar fóru fram úr björgunarskipinu, gúmmíbjörgunarbát og sjó.
Æfingin stóð yfir í tæpa klukkustund og gekk eins og best verður á kosið.
Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar spila ákaflega mikilvægt hlutverk fyrir öryggi sjófarenda líkt og þyrlur Landhelgisgæslunnar.
Því er þýðingarmikið að áhafnir þessara björgunartækja séu samstilltar þegar á reynir.