Áhöfnin á björgunarskipinu Gísla Jóns og TF-GRO æfðu við Vestfirði

Þyrlulæknir kemur um borð í Gísla Jóns.

Áhafnir þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarskipa Slysavarnafélagsins Landsbjargar halda reglulegar sameiginlegar æfingar.

Á miðvikudag í síðustu viku fór slík æfing fram þegar áhöfnin á björgunarskipinu Gísla Jóns frá Ísafirði og áhöfnin á TF-GRO æfðu í einstöku veðri á Vestfjörðum á miðvikudag.

Hífingar fóru fram úr björgunarskipinu, gúmmíbjörgunarbát og sjó.

Æfingin stóð yfir í tæpa klukkustund og gekk eins og best verður á kosið.

Börurnar koma um borð
Anton Örn Rúnarsson, kafari.

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar spila ákaflega mikilvægt hlutverk fyrir öryggi sjófarenda líkt og þyrlur Landhelgisgæslunnar.
Því er þýðingarmikið að áhafnir þessara björgunartækja séu samstilltar þegar á reynir.

DEILA