Vorar í Skjaldfannardal

Skjaldfönn 16. maí. Mynd: Eiríkur Jónsson sauðburðarmaður.

Þrátt fyrir mikil snjóalög í Skjaldfannardal verður vart við vorið í blíðunni í gær og dag.

Indriði bóndi finnur breytinguna og yrkir um betri tíð:

 

 

BETRI TÍÐ.

Litkast hagi fljótt nú fer,

fyllir gleði höldinn.

Sunnangolan hlýja hér

hefur tekið völdin.

DEILA