Það á að gefa börnum brauð

Í dag bárust þær fréttir að Samherjafrændurnir hefðu afsalað eignarhlut sínum að mestu til barna sinna og kölluðu það í fréttatilkynningu kynslóðaskipti. Þeir sitja þó áfram við stjórnvölinn.

Indriði á Skjaldfönn er upptekinn sem aldrei fyrr við sauðburð en skaut þó fram um kvöldmatarleytið þessari vísu:

 

ÞAÐ Á AÐ GEFA BÖRNUM BRAUÐ.

Bananalýðveldið verst ekki í vök.

Vígreifir sægreifar herða sín tök.

Samherjabörnin fátæku fá

fimmtíu milljarða pöbbunum hjá.

Pétur Bjarnason fyrrverandi fræðslustjóri á Vestfjörðum og Bílddælingur er góður hagyrðingur og hann bætti í vísnasafnið um Samherjakvótann:

Samherjar gefa börnum brauð
sem borgað er með kvótunum.
„Safna auð með augun rauð“
áfram á sömu nótunum.

DEILA