Snjóflóð í Súgandafirði

Flóðið féll úr Norðureyrargili og Norðureyrarhlíð kl 10.20 í gærmorgun og var flóðið mjög breitt eða alla leið inn að Langodda sem eru líklega 400-500 metrar. Lítil flóðbylgja hafnaði á varnargarðinum við Suðureyri en ekkert tjón hlaust af henni. Lágsjávað var og mikill vindur sem hefur dregið verulega úr flóðbylgjunni.

 

Miklar drunur heyrðust í firðinum þegar flóðið féll. Þó nokkrir sjónarvottar voru á vappi þegar þetta gerðist.

 

Ljósmyndir Róbert Schmidt

DEILA