Talsverður munur er á frammistöðu í læsi á stærðfræði í PISA 2018 eftir landshlutum og nemendur í Reykjavík og nágrenni standa sterkast að vígi. Munur á frammistöðu á höfuðborgarsvæðinu (2036 nemendur, 506 stig) og frammistöðu í öðrum landshlutum (1260 nemendur, 477 stig) er 29 stig, sem er svipaður munur og er á frammistöðu í lesskilningi.
Ef frammistaða í PISA 2018 er borin saman við PISA 2012, þegar læsi á stærðfræði var síðast aðalsvið PISA, má sjá að frammistöðu hrakaði marktækt í einum landshluta: Vesturlandi (mynd 3.10).
Nemendur úr tveimur landshlutum, Reykjavík og Suðurlandi, stóðu sig marktækt betur í læsi á stærðfræði en í síðustu könnun PISA.
Hafa þarf í huga að vegna skipulags og tölfræðilegra eiginleika PISA-könnunarinnar er meiri óvissa í mælingum á frammistöðu í fámennustu landshlutunum (Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi).
Pisa kynnt á Ísafirði