Ekki urðu slys a fólki í snjóflóðunum sem féllu í gærkvöldi á Flateyri og í Súgandafirði. Á Flateyri féll seinna flóðið á eitt hús en fólk sem í því var slapp ómeitt. Flóðin eru talin vera stór. Varnargarðurinn sem reistur var eftir flóðið 1995 sannaði gildi sitt. Fyrra flóðið féll úr Skollahvilft og það seinna úr Bæjargili.
Varðskipið Þór fer milli Ísafjarðar og Flateyrar með fólk og opnuð verður fjöldahjálpastöð.
Mikið eignatjórn virðista hafa orðið á Flateyri. Bátar sem voru í smábátahöfninni slitnuðu upp og hafa farið illa. Ófært er milli staða að öðru leyti en því að opið er milli Bolungavíkur og Hnífsdals.