Safnahúsið Ísafirði: Bókakynning: Jakobína, saga skálds og konu

Jakobína: saga skálds og konu er nýútkomin bók um Jakobínu Sigurðardóttur sem varpar nýju ljósi á verk hennar og lífshlaup. Jakobína fæddist og ólst upp í Hælavík á Hornströndum. Hún er okkur vel kunnug fyrir skáldsögurnar Snaran (1968), Lifandi vatnið – – – (1974), Í sama klefa (1981), smásagnasöfnin Sjö vindur gráar (1970) og Vegurinn upp á fjallið (1990) sem og minningarbókina Í barndómi (1994) sem fjallar um bernsku hennar á einni afskekktustu byggð landsins sem nú er farin í eyði.

Dóttir skáldsins og höfundur bókarinnar Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir fer á heimaslóðir móður sinnar, les úr bókinni og segir frá tilurð hennar þriðjudaginn 26. nóvember kl. 17 á Bókasafninu Ísafirði. Verið hjartanlega velkomin!

DEILA