Paradox Jazz í Hömrum á fimmtudaginn

Tónlistarfélag Ísafjarðar fær til sín kvartettinn Paradox með einn fremsta

djassgítarleikara landsins, Andrés Þór, í broddi fylkingar. Jazzinn verður í Hömrum á Ísafirði  á fimmtudaginn 14. nóvember kl 20.

Paradox mun leika lög af glænýjum diski Andrésar. Á tónleikunum má m.a. heyra

frumsamda jazzópusa sem sækja áhrif sín úr ýmsum áttum, allt frá þjóðlagatónlist

til skammtafræði.

Ásamt Andrési skipa kvartettinn píanóleikarinn Agnar Már Magnússon,

kontrabassaleikarinn Þorgrímur Jónsson og

trommuleikarinn Scott McLemore. Þeir félagar hafa starfað lengi saman

við ýmis ólík verkefni.

Nánari upplýsingar um listamennina má sjá á facebook síðu félagsins eða undir

https://tonis.is/events/

AÐGANGUR ÓKEYPIS, frjáls framlög.

DEILA