Samherji er sómi þjóðar

Mynd: stundin.is

Enn fara vestfirskir hagyrðingar á samherjakostum og draga hvergi af sér við kveðskapinn.

Indriði á Skjaldfönn byrjar á því sem hann kallar öfugmælavísu. Dæmi svo hver fyrir sig:

 

 

Samherji er sómi þjóðar.

Svindl og mútur eru góðar.

Enginn landi er með klígju.

Elska og virða Namibìu.

 

Jón Atli Reykhólajarl setti frar þessa hugleiðingu:

 

Brimþungi við skerja skrafs
skal á okkur berja.
Samherjanna tuð og tafs
tað og mól vill gerja.
Sett upp myndin síðla dags,
„síðgló“ vogs og skerja,
Boðuð ímynd undirlags.
sem endalaust má verja.

 

Indriði staldraði stutt við í öfugmælunum, enda kann hann illa við sig í dulargervi  og ákvað að skjóta beint í mark:

Þessar vísur heita, af einhverjum ástæðum,  Miskunnarlausi Samherjinn:

 

Væðir eru Íslands álar.
Í Afríku má draga á tálar.
Hákarlana freku fæða,
en fólkinu má alveg blæða.

Til grafar ei þó kurl sé kominn,
hvarvetna má þekkja vominn.
Refasnjáldri,prúði,peni
passar að býta ei nærri greni.

Fráleitt um það hót ég hirði
þó hylli nái í Eyjafirði.
Siðalausra kvótakalla
kerfisdegi fer að halla.

DEILA