Safnahúsið Ísafirði : bókakynning á laugardag

Laugardaginn 28. september mætir fjölmiðlakonan Sirrý Arnardóttir til segja frá nýjustu bók sinni Þegar kona brotnar – og leiðin út i lífið á ný.

Í kynningu frá Safnahúsinu sgeir:

Íslenskar konur virðast geta axlað mikla ábyrgð og þolað mikið álag – en hvað gerist ef áreynslan verður þeim um megn? Í bókinni eru sagðar sögur kvenna sem kiknuðu undan álaginu en risu aftur upp og standa hnarreistar eftir; einlægar og lærdómsríkar sögur sigurvegara. En hvers vegna buguðust þær? Hvað varð þeim til bjargar? Hver er leiðin til baka eftir brotlendingu vegna kulnunar?

Í bókinni er einnig fjallað um konur fyrri tíma, hvernig þær brugðust við örmögnun, og rætt við sálfræðing um hvað gerist þegar kona brotnar og hver bjargráð hennar eru.

Bókina gaf Sirrý út í samvinnu við VIRK – starfsendurhæfingarsjóð.

Erindið fer fram í sal Safnahússins og hefst kl. 14.
Allir velkomnir. Heitt á könnunni.

DEILA